Project Description
Auglýsing fyrir Bíóhúsið Selfossi
Eigendur Bíóhússins Selfossi höfðu samband við okkur og langaði að auglýsa kvikmyndina The Joker en í leiðinni auglýsa Bíóhúsið sjálft. Við sögðum strax já við verkefninu enda miklir kvikmyndaáhugamenn og fórum að “brainstorma” hvernig myndbandið gæti verið. Við fengum margar misgóðar hugmyndir en enduðum á því að endurgera atriði úr trailernum í Bíóhúsinu með smá húmor.
Myndin varð hrikalega vinsæl!
Myndbandið fékk rúm 5.000 áhorf og er vinsælasta facebook færsla Bíóhússins í dag. Myndin varð vinsæl og markmiðinu náð, hægt er að sjá útkomuna hér fyrir neðan!
VIÐ SÁUM UM ALLT FERLIÐ!
Handrit, leikstjórn, eftirvinnsla