ProMynd streymir frá viðburðinum þínum.

Við metum hvern viðburð fyrir sig og sníðum streymið að þínum þörfum.

Við leggjum metnað í að vera vel tækjum búnir til að streymið þitt skili sér vel í augu og eyru.

Við kappkostum við að veita persónulega þjónustu á sanngjörnu verði.

Sendu okkur línu og við gefum þér okkar besta tilboð.

Stundum komast færri að en vilja og þá er gott að geta boðið upp á beint streymi frá athöfninni. Hægt er að hafa streymið læst sé þess óskað sérstaklega.

Við leggjum mikið upp úr því að í útför komist það til skila sem mestu máli skiptir. Predikun prestsins og tónlistaratriðin eru meðhöndluð á fagmannlegan hátt svo hljóðið skili sér vel í hvaða tæki sem er, hvort sem er heim í stofu eða í tölvuna/ símann eða spjaldtölvuna.

Við útför erum við að lágmarki með tvö sjónarhorn. Eitt sem tekur vítt skot af kirkjunni og annað í nærmynd af prestinum. Hægt er að bæta við fleiri sjónarhornum eftir samkomulagi. T.d. ef þú vilt að tónlistarfólkið sjáist við flutning tónlistarinnar.

Hægt er að fá upptöku frá útförinni sé þess óskað.

Það er frábær lausn að streyma og taka upp ráðstefnur, fundi, ársfundi eða aðra slíka viðburði. 

Fjarfundir færast stöðugt í aukana og þarf því að huga að því að þeir sem eru ekki viðstaddir fái sem besta upplifun af þátttöku sinni. Við metum hvern viðburð fyrir sig og finnum réttu tæknilausnina fyrir viðburðinn svo allt komist vel til skila. 

Við bjóðum upp á öruggar streymislausnir fyrir fyrirtæki, félagasamtök, opinberar stofnanir og allt þar á milli.

Viðburðurinn er tekinn upp á stafrænt form ef þess er óskað.

Streymið getur farið fram á hvaða miðli sem er eða inn á öruggt, lokað svæði á þinni vefsíðu. 

Streymið er hægt að verja með lykilorði sé þess óskað.

Hafðu samband og við finnum réttu leiðina saman og gefum þér gott tilboð.

Íþróttaviðburðir eru krefjandi en skemmtileg verkefni. Í nútíma samfélagi er að færast í aukana að eiga íþróttaviðburði á upptöku og / eða streyma frá þeim. Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir fyrir íþróttafélög sem vilja taka upp / streyma frá sínum viðburðum.

Tónleikar geta verið vandasamir í útfærslu þegar það þarf að streyma þeim. Það er að mörgu að huga þegar kemur að hljóði, lýsingu og myndsetningu slíkra viðburða. Heyrðu í okkur og segðu okkur frá þínum viðburði og við finnum bestu tæknilegu lausnina fyrir þína tónleika á sanngjörnu verði.
Við finnum lausnir við hvaða verkefnum sem fyrir okkur eru lögð. Fermingar, brúðkaup, fréttir, fyrirlestrar, annað. 

Láttu okkur sjá um útfærsluna á þínu streymi á góðu verði.

Vantar þig streymi?

Hafðu samband!

Hafðu samband og segðu okkur frá því sem þú vilt streyma frá, bæði hægt að hafa samband með því að fylla út formið hér fyrir neðan, senda okkur tölvupóst á promynd@promynd.is eða heyra í okkur í síma 774-2899.

HAFA SAMBAND