Project Description

Katla Adventure

Hann Atli eigandi Katla Adventure hafði samband og fékk okkur í auglýsingagerð fyrir heimasíðu og samfélagsmiðla. Við framleiddum tvö myndbönd og sáum um allt ferlið í samvinnu við Atla. Fyrra myndbandið er kynning á honum Knarra, bílnum sem þau nota í ferðirnar sem þau selja og sýnir hve kraftmikill hann er, Knarri kemst bókstaflega allt! Seinna myndbandið er auglýsing á hjólaferð sem er vinsæl hjá þeim, þar sýnum við hvernig ferðinni er háttað en í leiðinni fallegt umhverfi, frábæra starfsmenn og umgjörðina.

Mjög skemmtileg útkoma og Katla Adventure hafa nú í höndunum glæsilegt kynningarefni! Hægt er að sjá myndböndin hér fyrir neðan.