Project Description
Félag Íslenskra Safna og Safnmanna
Hrikalega skemmtilegt verkefni, við tókum upp þrjár auglýsingar fyrir FÍSOS (Félag Íslenskra Safna og Safnmanna) árin 2018 og 2019. Markmiðið með auglýsingunum var tvíþætt, fá fólk til þess að koma á söfn og að fá fleiri söfn inn í FÍSOS. Upphaflega átti þetta að vera eitt myndband en það gekk svo glimrandi vel að það endaði í þrem myndböndum þar sem sagan tengist á milli myndbanda.
Það var einnig skýrt í byrjun að “budgetið” fyrir verkefnið var ekki mikið og því þurftum við að vinna í kringum það, enda hefur það ávallt verið stefna okkar að sníða okkur að þörfum viðskiptavina. Hér fyrir neðan er hægt að sjá útkomuna, auglýsingarnar birtast í réttri röð.