Project Description
Uppsprettan/Upp Í Sveit
Sveitahátíðin Upp í Sveit (áður Uppsprettan) er haldin árlega í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Við höfum síðastliðin þrjú ár séð um myndbandavinnslu, markaðssetningu og almennan undirbúning með nefnd. Samstarfið hefur gengið hrikalega vel og erum við alltaf jafn spenntir fyrir þessari hátíð.
Við sjáum um allt ferlið, frá handriti að eftirvinnslu í öllum myndböndum sem við gerum fyrir hátíðina. Við gerum 2-4 myndbönd fyrir þau á ári (fer eftir því hvernig hátíðinni er háttað), “best of” myndband þar sem við sýnum frá hátíðinni á sirka 2 mínútum í snöggklipptu myndbandi, auglýsing fyrir hátíðina og síðan myndband eða myndbönd fyrir ákveðna dagskráliði á hátíðinni. Hér fyrir neðan er afraksturinn!